Hlutfall tekjulágra hefur lítið breyst síðustu tvo áratugina, sem bendir til þess að þetta vandamál sé orðið langvarandi.
Kristinn Sv. Helgason
Kristinn Sv. Helgason

Kristinn Sv. Helgason

Á síðasta ári gaf forsætisráðherra út skýrslu um stöðu fátæktar á Íslandi. Samkvæmt henni voru um 13,5 prósent íbúa hér á landi, 48.000 einstaklingar, skilgreind sem tekjulág árið 2020, þ.e. laun þeirra voru innan við 60 prósent af miðgildi ráðstöfunartekna í þjóðfélaginu. Þennan mælikvarða má líta á sem efri mörk á hlutfalli fátækra hér á landi. Tekjufátækt er helst að finna hjá einstæðum mæðrum, örorkulífeyrisþegum og innflytjendum. Um 30 prósent innflytjenda voru talin undir tekjulágmörkum. Árlegur heildarkostnaður samfélagsins vegna fátæktar var áætlaður um 53 milljarðar króna.

Samkvæmt Hagstofunni átti um fjórðungur heimila árið 2021 erfitt með að láta enda ná saman og stofnunin áætlaði að um 3,7 prósent þjóðarinnar, eða 14.300 einstaklingar, hefðu búið við efnislegan skort árið 2023 og hafði sá fjöldi tvöfaldast frá árinu

...