Kristín Heimisdóttir fæddist 14. október 1974 á Akureyri og bjó þar til átta ára aldurs. „Foreldrar mínir skildu þegar ég var tveggja ára og mamma og stjúpi minn fluttu til Dalvíkur 1982.“ Kristín hefur alltaf verið mikill orkubolti og…
Fjölskyldan Frá vinstri: Adam Árni, Atli Berg, Kristján, Magnea Kristín, Kristín og Dagný Rós, en Kristín segir að fjölskyldan sé í fyrsta sæti.
Fjölskyldan Frá vinstri: Adam Árni, Atli Berg, Kristján, Magnea Kristín, Kristín og Dagný Rós, en Kristín segir að fjölskyldan sé í fyrsta sæti.

Kristín Heimisdóttir fæddist 14. október 1974 á Akureyri og bjó þar til átta ára aldurs. „Foreldrar mínir skildu þegar ég var tveggja ára og mamma og stjúpi minn fluttu til Dalvíkur 1982.“

Kristín hefur alltaf verið mikill orkubolti og hún var mikið hjá ömmu sinni og afa í Hreiðarsstaðakoti í Svarfaðardal. „Við systkinin veiddum bröndur niðri við Svarfaðardalsá og veiddum brunnklukkur í skurðum sem við geymdum í plastíláti, sem fyrir einhverja galdra stungu alltaf af. Við skildum ekki af hverju fyrr en við uppgötvuðum að þær væru með vængi,“ segir hún og hlær. „Það var dásamlegt í sveitinni og ég er mjög þakklát fyrir árin í sveitinni.“

Kristín gekk í grunnskólann á Dalvík og síðan í „gamla skólann“ á unglingsárunum. Hún æfði fótbolta og var mikið á skíðum. Eftir grunnskóla vann hún í

...