Ásvellir Jason Gigliotti með boltann. Seppe D'espallier verst.
Ásvellir Jason Gigliotti með boltann. Seppe D'espallier verst. — Morgunblaðið/Hákon

Njarðvíkingar léku sinn fyrsta heimaleik í glænýju húsi í Innri-Njarðvík á laugardagskvöld, Stapahöllinni. Njarðvík hélt upp á áfangann með því að sigra Álftanes, 89:80, í annarri umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta.

Njarðvíkingar höfðu beðið ansi lengi eftir nýju húsi, þar sem Ljónagryfjan sögufræga er komin til ára sinna. Nýtt íþróttahús býður upp á ný tækifæri.

Sigurinn var sá fyrsti hjá Njarðvík, en Álftanes er enn án stiga.

Leikurinn var jafn og spennandi allan fyrri hálfleikinn, en Njarðvíkingar reyndust sterkari í seinni hálfleik.

Khalil Shabazz var stigahæstur hjá Njarðvík með 33 stig. Andrew Jones skoraði 26 stig fyrir Álftanes.

...