Þjóðernishyggja Skafti hefur rannsakað stjórnmála- og verkalýðsbaráttu íslenskra kommúnista og sósíalista.
Þjóðernishyggja Skafti hefur rannsakað stjórnmála- og verkalýðsbaráttu íslenskra kommúnista og sósíalista. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Heimsvaldastríð

Heimsstyrjöldin síðari hófst 1. september 1939 þegar þýski herinn réðst inn í Pólland. Um hálfum mánuði síðar réðst Rauði herinn einnig á Pólverja og lagði austurhéruð landsins undir sig á fáeinum dögum. Í framhaldinu skiptu Þjóðverjar og Sovétmenn landinu upp á milli sín. Allt var þetta gert samkvæmt leynilegum viðauka við griðasáttmála sem fulltrúar þjóðanna höfðu undirritað í Moskvu 23. ágúst. Framganga sovéskra ráðamanna í aðdraganda og upphafi styrjaldarinnar var umdeild og olli strax deilum innan Sósíalistaflokksins. Deilurnar hófust vegna afstöðu flokksins til griðasáttmálans, mögnuðust vegna árásar Sovétmanna á Pólland og náðu loks hámarki eftir innrás Rauða hersins í Finnland í lok nóvember 1939. Héðinn krafðist þess að flokkurinn fordæmdi innrásina afdráttarlaust, en Einar og Brynjólfur stóðu á móti og vildu lýsa yfir hlutleysi. Í kjölfarið kom til uppgjörs innan

...