Breyting á fyrirkomulagi strandveiða mun leiða til jafnræðis á milli smábáta.
Jóhann A. Jónsson
Jóhann A. Jónsson

Einar Sigurðsson, Jóhann A. Jónsson og Jónas Ragnarsson

Hagstofa Íslands hefur gefið út að afli strandveiðibáta síðasta sumar hafi verið um 12.500 tonn samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fiskistofu og verðmæti aflans rúmlega 5 milljarðar króna. Tæplega 94% strandveiðiaflans voru þorskur en annað að mestu ufsi. Strandveiðitímabilið stóð yfir frá byrjun maí 2024 fram undir miðjan júlí 2024.

Hér er um umtalsverðan afla og verðmæti að ræða sem kom sér vel fyrir strandveiðibáta og fiskvinnslur vítt og breitt um landið. Þó má öllum ljóst vera að núverandi fyrirkomulag strandveiða er meingallað og ekki til þess fallið að hámarka arðsemi auðlindarinnar, né heldur að tryggja jafnræði milli einstakra strandveiðibáta og/eða byggðarlaga.

Rétt er að halda því til haga að þáverandi matvælaráðherra, Svandís

...