Aðdáendur spæjarans Sherlocks Holmes, og þeir eru margir, geta nú glaðst því að búið er gera við tugi þögulla kvikmynda sem gerðar voru um ævintýri Holmes fyrir rúmri öld. Verða þrjár þeirra sýndar á kvikmyndahátíðinni í Lundúnum í vikunni og…
Kvikmyndasafn Kirsty Shanks, forvörður hjá Bresku kvikmyndastofnuninni, í filmusafni stofnunarinnar.
Kvikmyndasafn Kirsty Shanks, forvörður hjá Bresku kvikmyndastofnuninni, í filmusafni stofnunarinnar. — AFP/Justin Tallis

Aðdáendur spæjarans Sherlocks Holmes, og þeir eru margir, geta nú glaðst því að búið er gera við tugi þögulla kvikmynda sem gerðar voru um ævintýri Holmes fyrir rúmri öld. Verða þrjár þeirra sýndar á kvikmyndahátíðinni í Lundúnum í vikunni og hljóðfæraleikarar frá Konunglegu tónlistarakademíunni munu leika undir.

Sérfræðingar hjá Bresku kvikmyndastofnuninni, BFI, hafa unnið að því í nokkur ár að gera við myndirnar. Gert er ráð fyrir að kvikmyndirnar verði síðar gefnar út á DVD- og Blu-Ray-diskum og síðan sýndar víða um heim.

Bryony Dixon, safnvörður hjá BFI, sem hafði yfirumsjón með verkinu, sagði við AFP-fréttastofuna að margir hefðu beðið þolinmóðir eftir að því lyki. „Sherlock Holmes er alltaf vinsæll, raunar um allan heim,“ sagði hún. „Sumir segja að það sé nóg að skrifa nafnið Sherlock Holmes utan á pappakassa

...