Valskonur unnu sinn 32. leik í röð í öllum keppnum er þær sigruðu Hauka með sannfærandi hætti, 28:22, í úrvalsdeild kvenna í handbolta á heimavelli sínum á Hlíðarenda á laugardag. Þar sem Fram missteig sig náði Valur þriggja stiga forskoti á toppi…
Endurkoma Lovísa Thompson mætt aftur eftir tveggja ára fjarveru og hún lék afar vel fyrir Val gegn Haukum á Hlíðarenda í 32. sigri liðsins í röð.
Endurkoma Lovísa Thompson mætt aftur eftir tveggja ára fjarveru og hún lék afar vel fyrir Val gegn Haukum á Hlíðarenda í 32. sigri liðsins í röð. — Morgunblaðið/Hákon Pálsson

Handboltinn

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Valskonur unnu sinn 32. leik í röð í öllum keppnum er þær sigruðu Hauka með sannfærandi hætti, 28:22, í úrvalsdeild kvenna í handbolta á heimavelli sínum á Hlíðarenda á laugardag.

Þar sem Fram missteig sig náði Valur þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar, en Valur er með tíu stig eftir fimm leiki, fullt hús stiga.

Það jákvæðasta við sigur Vals var frammistaða Lovísu Thompson. Lovísa hefur lítið sem ekkert spilað undanfarin tvö ár vegna meiðsla en hún hefur leikið með Valsliðinu á tímabilinu. Hún hefur gert það ágætlega hingað til, en á laugardag sýndi hún allar sínar bestu hliðar.

Ekki var að sjá að Lovísa væri búin að vera

...