Í stærstu hryðjuverkaárás í sögu Ísraels voru líka framdar hetjudáðir þar sem mannslífum var bjargað.
Ragnheiður Jónsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir

Ragnheiður Jónsdóttir

Mitt í svartnætti illsku Hamasárásarinnar á Ísrael fyrir ári stigu fram kyndilberar ljóss og vonar … hetjur. Hér verður þeirra minnst:

Í stærstu stöku hryðjuverkaárás í sögu Ísraels, þ.e. á Nova-tónlistarhátíðinni, var Ben Shimoni, 31, að skemmta sér. Hann líkist mjög frelsaranum á mynd. Og það reyndist hann vera. Honum tókst að keyra fimm manns í öryggi 30 km frá tónlistarsvæðinu til borgarinnar Be'er Sheva, þegar árásin hófst. Það eitt er hetjudáð. En Shimoni, sem kominn var í örugga höfn, sneri tvívegis aftur á Nova, bjargaði alls níu, en var myrtur í þriðju ferð sinni þegar hann var að reyna að bjarga þremur öðrum. Tveir farþeganna í síðustu ferð hans voru myrtir, Gaya Halifa, 24, og Ofir Tzarfati, 27, en sú þriðja, Roni Gonen, 23, var tekin í gíslingu og er enn talin vera á lífi á Gasa.

...