Það er skoðun okkar hjá FLÍ að texti sé einfaldlega tæki til að miðla upplýsingum milli manna og milli tímabila og svo hefur verið í hundruð ára.
Guðmundur S. Johnsen
Guðmundur S. Johnsen

Guðmundur S. Johnsen

Nú er nýafstaðin ráðstefna norrænna lesblindufélaga sem fór fram hér á landi. Þar báru fulltrúar norrænu félaganna saman bækur sínar varðandi framþróun réttindamála lesblindra. Þessi umræða var lærdómsrík og fræðandi en þessi félög eru í fararbroddi í sínum löndum þegar kemur að því að halda á lofti hagsmunum lesblindra sem er hópur sem því miður gleymist oft þegar verið er að móta menntastefnu eða skipuleggja skólastarf. Samstarf milli þessara norrænu félaga er því mikilvægt og ánægjulegt fyrir okkur í íslenska félaginu að fá að halda ráðstefnuna að þessu sinni.

Margt bar á góma en sem endranær voru skólamálin í brennidepli. Um langt skeið hefur Finnland verið fremst í flokki hvað viðkemur getu í lestri og það á heimsvísu. Finnar hafa iðulega verið meðal þeirra þjóða sem hafa staðið sig hvað best í PISA-könnuninni. Nú bregður

...