Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir

Sellóleikarinn Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni ListaÉg í Listasafni Akureyrar í dag, þriðjudaginn 15. október, kl. 17-17.40. „Í fyrirlestrinum mun hún spekúlera í listferli og listalífi. Hún mun grúska í tilurð, gjörðum og lífi einhvers konar listapersónu sem á heima í einhvers konar alvöru persónu,“ segir í tilkynningu.

Steinunn lék á árunum 2006-2020 með mörgum af helstu barokkhópum Frakklands og leikur nú með íslensku barokk- og nútímatónlistarhópunum Nordic Affect, Barokkbandinu Brák og Alþjóðlegu barokksveitinni. Hún hefur verið leiðandi sellóleikari Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands síðan í maí 2022. Hún er jafnframt skáld, tónskáld og lagasmiður og hefur gefið út fjórar ljóðabækur auk útgáfu á eigin lögum og ljóðum.