Kristrún Frostadóttir
Kristrún Frostadóttir

Lítið hefur farið fyrir Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingar síðustu misseri, enda hefur stjórnarandstaðan getað hallað sér aftur meðan Svandís Svavarsdóttir hefur séð um að tæta ríkisstjórnina að innan. Þeim mun skrýtnari eru viðbrögð Kristrúnar síðustu dægrin.

Staðan er gerbreytt og kosningastarfið blasir við. Þar er tekist á um margt, eins og sást á því að allt logar innan Samfylkingar vegna slagorðsins „Sterk velferð, stolt þjóð“, sem sumum innstu koppum þykir víst ganga nasisma næst.

Uppstillingin er enn vandasamari. Kristrún fagnaði fyrst þingrofinu og kvað það tækifæri til „nýs upphafs“ í Íslandssögunni. „Það liggur beinast við að það verður að stilla upp sterkum lista um land allt. Ég á auðvitað eftir að ræða við kjördæmisráð, sem funda um

...