Helga Haraldsdóttir íþrótta- og myndmenntakennari fæddist í Reykjavík 7. júlí 1937. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 28. september 2024.

Foreldrar hennar voru hjónin Haraldur Jensson lögregluþjónn og bifreiðastjóri læknavaktar í Reykjavík, f. 12. desember 1910, d. 2. apríl 1981, og Björg Jónsdóttir húsmóðir, f. 25. janúar 1918, d. 4. desember 1954.

Systkini Helgu eru Hólmfríður Oddbjörg, f. 21. ágúst 1942, Jón, f. 31. maí 1945, Hörður Jens, f. 2. maí 1948, d. 16. apríl 1991. Samfeðra systur eru Elísabet, f. 27. ágúst 1962, Ragnheiður, f. 4. september 1963, og Valgerður, f. 5. mars 1967.

Helga giftist Snjólfi Herði Pálmasyni lögregluþjóni og bifreiðastjóra, f. 12. febrúar 1938, d. 16. apríl 2022. Þau skildu. Börn þeirra eru Björg Snjólfsdóttir heilbrigðisgagnafræðingur, f. 6. mars

...