Októbermánuður hefur verið óvenjukaldur um allt land það sem af er. En veður hefur verið stillt og víða hefur verið úrkomulítið og sólríkt. Kalt hefur verið við Mývatn, eins og myndin með fréttinni ber með sér
— Morgunblaðið/Birkir Fanndal

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Októbermánuður hefur verið óvenjukaldur um allt land það sem af er. En veður hefur verið stillt og víða hefur verið úrkomulítið og sólríkt.

Kalt hefur verið við Mývatn, eins og myndin með fréttinni ber með sér. Eftir tveggja daga stillu með heiðríkju og frosti töluvert yfir tíu gráður um nætur, þá er Mývatn nú ísilagt, segir Birkir Fanndal, fréttaritari Morgunblaðsins.

Ís er á Ytri- og Syðri-Flóa og einnig á Bolum og aðeins autt vatn þar sem áhrifa gætir frá jarðhita eða kaldavermslum.

Hörkufrost í Möðrudal

Það bar til tíðinda aðfaranótt 12. október að 17,7 stiga frost mældist í Möðrudal á Fjöllum. Veðurstöðin er hæsta byggða stöð landsins, 452 metra

...