Ísland varð að sætta sig við sinn fyrsta og eina ósigur á heimavelli í 4. riðli Þjóðadeildar karla í fótbolta í gærkvöld þegar liðið tapaði 4:2 í bráðfjörugum leik gegn Tyrkjum á Laugardalsvellinum. Orri Steinn Óskarsson skoraði glæsilegt mark strax á 3
Mark Orri Steinn Óskarsson skorar fyrsta mark leiksins strax á þriðju mínútu án þess að Abdülkerim Bardakci nái að stöðva hann.
Mark Orri Steinn Óskarsson skorar fyrsta mark leiksins strax á þriðju mínútu án þess að Abdülkerim Bardakci nái að stöðva hann. — Morgunblaðið/Eyþór

Í Laugardal

Víðir Sigurðsson

Bjarni Helgason Jóhann Ingi Hafþórsson

Ísland varð að sætta sig við sinn fyrsta og eina ósigur á heimavelli í 4. riðli Þjóðadeildar karla í fótbolta í gærkvöld þegar liðið tapaði 4:2 í bráðfjörugum leik gegn Tyrkjum á Laugardalsvellinum.

Orri Steinn Óskarsson skoraði glæsilegt mark strax á 3. mínútu eftir sendingu Mikaels Andersons fram völlinn og þrátt fyrir talsverða pressu Tyrkja á köflum var Ísland yfir, 1:0, í hálfleik og fékk færi til að skora fleiri mörk.

Hakan Calhanoglu virtist hafa jafnað á 53. mínútu úr vítaspyrnu en markið var dæmt ógilt því í ljós kom að hann rann í spyrnunni og skaut boltanum í hinn fótinn á sjálfum sér.

En Irfan Kahveci jafnaði, 1:1, með glæsilegu skoti á 62. mínútu og fimm mínútum síðar fengu Tyrkir aðra vítaspyrnu og nú skoraði Calhanoglu á löglegan hátt, 2:1 fyrir Tyrki.

...