Kristbjörg M. Kristinsdóttir, fjármálastjóri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis, og Ágúst Ingi Bragason sérfræðingur hjá sama fyrirtæki segja í samtali við Morgunblaðið að sjávarútvegur á Íslandi eigi mikið inni

Baksvið

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Kristbjörg M. Kristinsdóttir, fjármálastjóri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis, og Ágúst Ingi Bragason sérfræðingur hjá sama fyrirtæki segja í samtali við Morgunblaðið að sjávarútvegur á Íslandi eigi mikið inni. Til að mynda geti skapast hagræðing með sameiningu útgerða og betri nýtingu á nytjastofnum.

Þau segja að fjöldamörg tækifæri til verðmætasköpunar séu einnig til staðar í frekari vinnslu og megi þar nefna framleiðslu laxafóðurs úr mjöli og lýsi. Þær afurðir eru í dag nær alfarið fluttar úr landi til frekari vinnslu og lokaafurð svo flutt aftur heim að þeirra sögn.

Deild Stefnis Greining, sjálfbærni og sjálfvirkni hefur undanfarin tvö ár tekið saman ítarlegar greiningar á nokkrum

...