Taívan Hermaður mannar hér loftvarnarbyssu í nágrenni Songshan-flugvallarins í Taípei.
Taívan Hermaður mannar hér loftvarnarbyssu í nágrenni Songshan-flugvallarins í Taípei. — AFP/Daniel Ceng

Stjórnvöld í Kína lýstu því yfir í gær að þau myndu aldrei útiloka þann möguleika að beita hervaldi til þess að taka yfir stjórnina á Taívan. Yfirlýsingin kom í kjölfar umfangsmikillar her- og flotaæfingar sem kínverski herinn hélt í nágrenni eyjarinnar.

Stóð heræfingin yfir í þrettán klukkustundir, og fól hún m.a. í sér að Taívan-eyja var umkringd sautján herskipum Kínverja. Þá sagði varnarmálaráðuneyti eyjunnar að 125 kínverskar herþotur hefðu flogið inn fyrir loftvarnarsvæði Taívan-eyju, og sagði ráðuneytið að það væri met á einum degi.

Var æfingunni ætlað að sögn Kínverja að vera „viðvörun“ til „aðskilnaðarsinna“ á Taívan, og sagði kínverska varnarmálaráðuneytið að æfingin hefði snúið að samþættingu aðgerða flota og flughers, auk þess sem hafnbann gegn helstu hafnarborgum eyjunnar var æft.

...