Formenn stjórnarandstöðuflokkanna voru mættir á fund forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, í gær að Staðastað við Sóleyjargötu 1, en þar er skrifstofa forseta Íslands til húsa. Þar var farið yfir stöðu mála og rætt saman í kjölfar ríkisstjórnarslita…
10.30 Kristrún Frostadóttir fyrst til Höllu að Staðastað í gær.
10.30 Kristrún Frostadóttir fyrst til Höllu að Staðastað í gær. — Morgunblaðið/Eggert

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna voru mættir á fund forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, í gær að Staðastað við Sóleyjargötu 1, en þar er skrifstofa forseta Íslands til húsa.

Þar var farið yfir stöðu mála og rætt saman í kjölfar ríkisstjórnarslita og tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra til forsetans um þingrof sem hann lagði fyrir í gærmorgun.

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar átti fyrsta fundinn með forsetanum en Samfylkingin er sá flokkur sem hefur mælst með mest fylgi í könnunum að undanförnu.

Við blaðamenn að fundi loknum sagði Kristrún flokkinn styðja tillögu Bjarna og vilja kosningar sem fyrst. Hins vegar skipti máli hvernig hlutirnir væru gerðir og þyrfti því að flýta sér hægt í núverandi stöðu. Þá sagði hún að kanna þyrfti möguleika á starfsstjórn þangað til kosningar færu

...