Frammistaða Íslands í fyrri hálfleik var mjög góð. Tyrkir voru ógnandi í sóknaraðgerðum sínum eftir markið en íslenska liðið varðist vel og Hákon Rafn Valdimarsson var öruggur í markinu þar fyrir aftan.

Arnór Ingvi Traustason var sterkur á miðsvæðinu og Mikael Anderson var sprækur á hægri kantinum. Orri Steinn Óskarsson var svo besti maður vallarins í fyrri hálfleik, skoraði mark og hefði hæglega getað skorað fleiri.

Seinni hálfleikurinn var ekki eins góður og verr gekk að loka á sterka sóknarmenn tyrkneska liðsins. Leikmenn Íslands færðust aftar á völlinn sem Tyrkir nýttu sér með því að fá tvö víti og skora fjögur mörk.

Ísland sýndi mikinn styrk, lét ekki mótlætið fara með sig og náði að jafna í 2:2, þar sem Valgeir Lunddal Friðriksson

...