Eftir leikina tvo í gærkvöld er komin skýrari mynd á stöðuna í 4. riðli B-deildar Þjóðadeildarinnar en í hinum leiknum mættust Wales og Svartfjallaland í Cardiff og Wales vann 1:0 með marki frá Harry Wilson.

Fjórar umferðir eru búnar af sex og núna er Tyrkland með 10 stig, Wales er með 8, Ísland er með 4 en Svartfjallaland situr á botninum, án stiga.

Staðan er því einföld, Tyrkland og Wales berjast um sigurinn í riðlinum en Ísland og Svartfjallaland um þriðja sætið. Ísland gæti þó náð öðru sæti með því að vinna báða leikina sem eftir eru. Tvær síðustu umferðirnar verða leiknar um miðjan nóvember. Þá leikur Ísland tvo síðustu útileiki sína, gegn Svartfjallalandi 16. nóvember og gegn Wales 19. nóvember.

Sigurliðið í riðlinum fer beint upp í A-deildina og neðsta liðið fellur niður í C-deildina. Liðið sem endar í öðru sæti fer í umspil um sæti í A-deildinni, gegn einhverju liðanna sem verða í þriðja sæti í riðli í A-deild. Liðið í þriðja sæti fer í umspil um sæti

...