Loksins er löngu verkefni að ljúka hjá Þórhalli Gunnlaugssyni en hann hefur verið eftirlitsmaður við smíði Huldu Björnsdóttur GK 11 og hefur starfsins vegna verið búsettur á Spáni síðan í árslok 2022
Nýja skipið tekur sig vel út, sjósett og klárt í góða veðrinu á Spáni. Um það bil 350.000 vinnustundir fóru í smíðina.
Nýja skipið tekur sig vel út, sjósett og klárt í góða veðrinu á Spáni. Um það bil 350.000 vinnustundir fóru í smíðina. — Ljósmynd/Skipasýn og Armon

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Loksins er löngu verkefni að ljúka hjá Þórhalli Gunnlaugssyni en hann hefur verið eftirlitsmaður við smíði Huldu Björnsdóttur GK 11 og hefur starfsins vegna verið búsettur á Spáni síðan í árslok 2022.

Spurður hvort dvölin hjá Spánverjunum hafi ekki farið vel með hann segir Þórhallur að það sé eitt að fara í frí til Spánar og annað að vera þar í fullri vinnu: „Þegar ár var liðið af eftirlitsstarfinu hitti ég frænku mína sem fannst það skrítið að ég væri ekki orðinn sólbrúnn, og spurði ég hana að bragði hvenær ég ætti að hafa tíma til að liggja í sólinni: fyrir klukkan 7 á morgnana eða eftir klukkan 7 á kvöldin,“ segir Þórhallur glettinn.

Fulltrúar Þorbjarnar hf. sömdu í febrúar 2022 við skipasmíðastöðina Armon í bænum Gijón, á

...