Guðmundur Kristinn Jónsson tónlistarmaður í Baggalúti, eða Kiddi Hjálmur eins og hann er oftast kallaður, erfði bílaáhugann í föðurlegg: „Ef maður elst upp á bílasölu þá er stutt í bílaáhugann, en ég hef samt aldrei stundað bílabrask og ekki átt marga bíla,“ segir Kiddi
Kiddi við annan af tveimur Land Rover-jeppum á heimilinu, en þessum gaf hann nafnið „Borgartúnið“.
Kiddi við annan af tveimur Land Rover-jeppum á heimilinu, en þessum gaf hann nafnið „Borgartúnið“. — Morgunblaðið/Karítas

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Guðmundur Kristinn Jónsson tónlistarmaður í Baggalúti, eða Kiddi Hjálmur eins og hann er oftast kallaður, erfði bílaáhugann í föðurlegg: „Ef maður elst upp á bílasölu þá er stutt í bílaáhugann, en ég hef samt aldrei stundað bílabrask og ekki átt marga bíla,“ segir Kiddi.

Það er nóg að gera hjá Baggalúts-liðum þessa dagana enda jólavertíðin fram undan og hefur hljómsveitin lagt Háskólabíó undir sig stóran hluta desembermánaðar. Nú þegar eru átta jólatónleikar á dagskrá og uppselt á fimm þeirra en mörgum þykir það ómissandi hluti af jólaundirbúningnum að sækja þennan árlega tónlistarviðburð.

Kiddi segir að þrátt fyrir hæfilega mikinn bílaáhuga frá blautu barnsbeini þá sé frekar stutt síðan hann keypti sér bíl sem hann valdi alfarið

...