Yoav Gallant varnarmálaráðherra Ísraels sagði í gær við Lloyd Austin varnarmálaráðherra Bandaríkjanna að Ísraelsmenn myndu hefna fyrir drónaárás sem Hisbollah-samtökin gerðu í fyrrinótt á herstöð í norðurhluta Ísraels, en fjórir ísraelskir hermenn féllu og rúmlega fimmtíu særðust í árásinni
Ísrael Sjúkrabíll sést hér yfirgefa vettvang eftir drónaárásina.
Ísrael Sjúkrabíll sést hér yfirgefa vettvang eftir drónaárásina. — AFP/Oren Ziv

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Yoav Gallant varnarmálaráðherra Ísraels sagði í gær við Lloyd Austin varnarmálaráðherra Bandaríkjanna að Ísraelsmenn myndu hefna fyrir drónaárás sem Hisbollah-samtökin gerðu í fyrrinótt á herstöð í norðurhluta Ísraels, en fjórir ísraelskir hermenn féllu og rúmlega fimmtíu særðust í árásinni.

Drónaárásin var ein mannskæðasta árás sem Ísraelsher hefur orðið fyrir undanfarna tólf mánuði, en ekki var vitað í gær hvernig dróninn, sem var af íranskri gerð, komst í gegnum loftvarnir Ísraelsmanna. Sagði Gallant við ísraelska fjölmiðla í gær að árásin yrði rannsökuð með það í huga hvernig bæta mætti varnir Ísraelsmanna gegn drónaárásum.

Herstöðin sinnti hlutverki þjálfunarbúða fyrir Ísraelsher, og voru allir hinir látnu einungis 19 ára að aldri.

...