Játningar eru í tísku. En þær eru reyndar yfirleitt gervijátningar. Fólk játar löst, sem það er oftast þá þegar laust við og hefur bætt ráð sitt. Játningin er því í raun sjálfsupphafning í felubúningi
Reffilegur og ber svip af mörgum stærri jeppum. Mjög vel heppnuð breyting.
Reffilegur og ber svip af mörgum stærri jeppum. Mjög vel heppnuð breyting. — Ljósmynd/Mitsubishi

Stefán Einar Stefánsson

ses@mbl.is

Játningar eru í tísku. En þær eru reyndar yfirleitt gervijátningar. Fólk játar löst, sem það er oftast þá þegar laust við og hefur bætt ráð sitt. Játningin er því í raun sjálfsupphafning í felubúningi. Í starfsmannaviðtali er spurt, hverjir eru þínir helstu ókostir? Og ekki stendur á svari: Ég er alltof samviskusamur, eða það sem vinnuveitandinn vill auðvitað alls ekki heyra: Ég vinn alltof mikið!

Slíkar játningar eru hins vegar lítils sem einskis virði. Því bregður svo við að ég ætla að koma með raunverulega játningu í þessum fátæklegu orðum sem hér eru fest á blað.

Ég hef aldrei verið hrifinn af Mitsubishi Outlander. Ekki vegna þess að þar fari einhver afleitur bíll. Þvert á móti. Sölutölurnar sýna að hann höfðar til margra og fólk

...