„Þetta leggst ótrúlega vel í mig. Þetta er bara annar Evrópuleikurinn minn. Þetta er búin að vera löng vegferð hjá okkur í Gummersbach en á sama tíma mjög stutt,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, línumaður gamla þýska handboltastórveldisins, í samtali við Morgunblaðið
Tveir leikir Elliði Snær og liðsfélagar hans í Gummersbach mæta FH í Kaplakrika. Fyrr um kvöldið mætir Valur liði Porto, einnig í Kaplakrika.
Tveir leikir Elliði Snær og liðsfélagar hans í Gummersbach mæta FH í Kaplakrika. Fyrr um kvöldið mætir Valur liði Porto, einnig í Kaplakrika. — Morgunblaðið/Óttar

Evrópudeildin

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

„Þetta leggst ótrúlega vel í mig. Þetta er bara annar Evrópuleikurinn minn. Þetta er búin að vera löng vegferð hjá okkur í Gummersbach en á sama tíma mjög stutt,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, línumaður gamla þýska handboltastórveldisins, í samtali við Morgunblaðið.

Íslendingalið Gummersbach, sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar og Teitur Örn Einarsson leikur einnig með, heimsækir FH í annarri umferð H-riðils Evrópudeildarinnar í Kaplakrika klukkan 20.30 í kvöld.

„Við komum upp úr þýsku B-deildinni og erum búnir að ná að afreka það að komast í Evrópukeppni á tveimur árum í efstu deild. Það er eitthvað sem ég er mjög stoltur af öllu liðinu að hafa náð.

...