— Ljósmynd/Roberto Tolin

Þegar ákveðið var að hefja smíði Huldu Björnsdóttur GK 11 var tilvera fólksins í Grindavík enn með hefðbundnu sniði og sóknarhugur í bæjarbúum. Síðan þá hafa náttúruhamfarir dunið á samfélaginu og alls óvíst hvenær daglegt líf í Grindavík getur aftur orðið eins og það var. Þangað til reyna Grindvíkingar sitt besta til að fóta sig í nýjum veruleika, enda úrræðagóðir og útsjónarsamir.

En hver veit nema nýja skipið – eitt það glæsilegasta í öllum íslenska flotanum – geti stappað stálinu í Grindvíkinga. Líkt og Hrannar Jón Emilsson útgerðarstjóri segir í viðtali aftar í þessu blaði kom aldrei neitt annað til greina en að sigla fleyinu beint frá skipasmíðastöðinni á Spáni til heimahafnarinnar í Grindavík. Þar verður skipið sýnt „nema fólki verði bókstaflega bannað að koma á svæðið“.

Náttúruhamfarirnar urðu þess valdandi

...