Fjórir listamenn hafa verið valdir til þess að sýna í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi árið 2025 en á dögunum var kallað eftir umsóknum frá áhugasömum listamönnum. Listamenninir sem urðu fyrir valinu að þessu sinni eru Elsa Jónsdóttir, Hugo …
Salurinn Margar forvitnilegar sýningar hafa verið settar upp í D-sal.
Salurinn Margar forvitnilegar sýningar hafa verið settar upp í D-sal.

Fjórir listamenn hafa verið valdir til þess að sýna í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi árið 2025 en á dögunum var kallað eftir umsóknum frá áhugasömum listamönnum. Listamenninir sem urðu fyrir valinu að þessu sinni eru Elsa Jónsdóttir, Hugo Llanes, Kristín Helga Ríkharðsdóttir og tvíeykið Sadie Cook & Jo Pawlowska.

Alls lýstu 166 listamenn vilja til að sýna í safninu og var farið ítarlega yfir allar tillögur, að því er segir í tilkynningu frá safninu. „Auglýst var eftir „listamönnum með skamman feril að baki sem hafa þegar haft mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu“. Meðal matsatriða dómnefndar var að skoða umfang ferils, sýnileika og áhrif auk gildis verka. Eins var horft til þess að valið endurspegli fjölbreytni í grasrót myndlistar, bæði í hópi sýnenda sem og í efnistökum þeirra,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

...