„Skoðanakannanir skipta engu. Nú er nýr leikur hafinn, ný staða. Allir flokkar eru að fara í kosningabaráttu og flot á milli flokka í skoðanakönnunum á miðju kjörtímabili er ekki hið sama og þegar kemur að kjördegi,“ segir Sigmar Guðmundsson,…
Kátína Bergþór Ólason, Sigmar Guðmundsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Kátína Bergþór Ólason, Sigmar Guðmundsson og Bryndís Haraldsdóttir.

„Skoðanakannanir skipta engu. Nú er nýr leikur hafinn, ný staða. Allir flokkar eru að fara í kosningabaráttu og flot á milli flokka í skoðanakönnunum á miðju kjörtímabili er ekki hið sama og þegar kemur að kjördegi,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og fulltrúi eins þriggja hægriflokka sem mbl.is ræðir við í Dagmálum dagsins. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins telur það skýrt að sú „tilraun“ sem gerð var í síðustu stjórn með hægri- og vinstriflokk innanborðs gangi ekki upp. „Það væri hagur í því fyrir næstu stjórn, verður nær hugmyndafræðilega innbyrðis en verið hefur.“

„Ég hræðist mjög vinstristjórn í þessu landi og ég held að það væri það versta sem gæti komið fyrir íslenskt samfélag,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokki.