Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Áætlaður heildarkostnaður við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá stendur nú í 18 milljörðum króna, að meðtöldum fjármagnskostnaði, en án fjármagnskostnaðar er verðmiðinn á brúnni 14,3 milljarðar. Þetta staðfestir G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, í samtali við Morgunblaðið.

Fjallað var um verkefnið á sameiginlegum fundi umhverfis- og samgöngunefndar og fjárlaganefndar með fjármálaráðherra og innviðaráðherra sl. föstudag. Þar var og kynnt það álit Ríkisábyrgðarsjóðs sem heyrir undir Seðlabankann, að ekki sé raunhæft að veggjöld geti staðið að fullu undir kostnaði við byggingu Ölfusárbrúar og þeirra vega sem að brúnni eiga að liggja.

Svo sem fram hefur komið eiga veggjöld að standa

...