Samastaður Skjólinu er ætlað að vera öruggur samastaður.
Samastaður Skjólinu er ætlað að vera öruggur samastaður. — Morgunblaðið/Eggert

Á neðri hæð Grensáskirkju rekur Hjálparstarf kirkjunnar opið hús fyrir konur sem glíma við heimilisleysi, búa við óöruggar aðstæður eða eru nýkomnar í búsetuúrræði. Því er ætlað að vera öruggur samastaður sem konurnar geta sótt að degi til.

Rósa Björg Brynjarsdóttir umsjónarkona og Una Björg Ástvaldsdóttir starfskona í Skjólinu gengu um húsakynnin með blaðamanni og ljósmyndara og fræddu þá um starfsemina. Inga Beck Jónsdóttir, starfsnemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, var með í för.

Í Skjólinu er unnið með grunnþarfirnar; svefn, næringu og hreinlæti. Sturtuaðstaða er fyrir hendi sem og salernis- og snyrtiaðstaða. Boðið er upp á dæmigerðan heimilismat í hádeginu en alltaf er hægt að fá kaffi, djús og vatn. » 10