Sævar Birgisson er að vonum stoltur af nýja skipinu en hann er framkvæmdastjóri Skipasýnar og yfirhönnuður Huldu Björnsdóttur GK 11. Sævar segir að Skipasýn hafi m.a. orðið fyrir valinu vegna þess að útgerðarfélagið hafði í huga að láta smíða skip…
„Öll vinnuaðstaða fyrir áhöfn er eins og best verður á kosið bæði uppi á togþilfarinu og á milliþilfarinu þar sem aðgerð fer fram.“
„Öll vinnuaðstaða fyrir áhöfn er eins og best verður á kosið bæði uppi á togþilfarinu og á milliþilfarinu þar sem aðgerð fer fram.“

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Sævar Birgisson er að vonum stoltur af nýja skipinu en hann er framkvæmdastjóri Skipasýnar og yfirhönnuður Huldu Björnsdóttur GK 11.

Sævar segir að Skipasýn hafi m.a. orðið fyrir valinu vegna þess að útgerðarfélagið hafði í huga að láta smíða skip sem væri ekki ósvipað Páli Pálssyni ÍS og Breka VE sem stofan hannaði á sínum tíma. „Fyrirhuguð notkun nýja skipsins var í samræmi við rekstrarmynstrið á þessum tveimur bátum en þó leiddi nánari skoðun í ljós að Breki hefði mátt vera aðeins lengri til að henta betur sem ferðaskip enda hefur hann sótt á mið hringinn í kringum landið og oft 17 til 20 tíma stím á veiðislóð,“ útskýrir Sævar.

Varð úr að hafa nýja skipið 58 metra langt, eða 8 metrum lengra en Breka. „Með því að lengja

...