Sælgæti fortíðar skapaði heitar umræður í morgunþættinum Ísland vaknar í gær en hlustendur hringdu inn og lýstu því sem þeir söknuðu helst hvað þetta varðar.

Gult strumpanammi og sítrónusvali var kosið geggjað kombó í þættinum og Piparpúkar voru einnig nefndir. Blár Opal kom þó að sjálfsögðu til umræðu.

„Ég sturtaði heilum pakka upp í mig þegar hann var nýkominn úr vélinni,“ sagði einn hlustandi, sem starfaði hjá Nóa Síríusi í nokkur ár, áður en framleiðslunni á bláum Opal var hætt árið 2005.

Hlustaðu á brotið á K100.is.