Jón Sigurður Karlsson fæddist á Veisu, Fnjóskadal í Draflastaðasókn í Þingeyjarsýslu 29. mars 1925. Hann lést á heimili dóttur sinnar Önnu í Buchillon í Sviss 11. júní 2023.

Foreldrar Jóns voru hjónin Karl Kristján Arngrímsson, f. 28. júlí 1883, d. 1. maí 1965, og Karitas Sigurðardóttir, f. 11. október 1883, d. 12. desember 1956.

Eiginkona Jóns var Svana Magnúsdóttir frá Reykjavík. Dætur þeirra eru: 1) Anna Jónsdóttir Gabella, f. 1956. Eiginmaður hennar er François Gabella. Börn þeirra eru Alexander, f. 1989, og Laura, f. 1990. 2) Helga Jónsdóttir Gallay, f. 1960, eiginmaður hennar er Jean Gallay. Þeirra synir eru Nicolas, f. 1988, Joakim, f. 1990, og Pierre, f. 1994.

Jón ólst upp í Fnjóskadal á stóru býli með átta systkinum. Þau voru: 1) Þórður Karlsson, f. 12. júlí 1905, d. 1. maí 1965.

...