Vitafélagið – íslensk strandmenning verður með fræðslufund í Sjóminjasafninu, Grandagarði 8 í Reykjavík, á morgun, miðvikudag, og hefst hann klukkan 20.00. þá flytur Hilmar F. Thorarensen, 84 ára trillukarl með meiru, erindi um súðbyrðing…
Á Norðurfirði Hilmar F. Thorarensen hefur verið fengsæll á Hönnu RE 49.
Á Norðurfirði Hilmar F. Thorarensen hefur verið fengsæll á Hönnu RE 49. — Ljósmynd/Ingi Hilmarsson

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Vitafélagið – íslensk strandmenning verður með fræðslufund í Sjóminjasafninu, Grandagarði 8 í Reykjavík, á morgun, miðvikudag, og hefst hann klukkan 20.00. þá flytur Hilmar F. Thorarensen, 84 ára trillukarl með meiru, erindi um súðbyrðing sinn, Hönnu RE 49, áður ST 49, sem er elsti bátur flotans, smíðaður í Noregi og kom til landsins 1899 eða fyrr.

Guðmundur Jónsson frá Helgastöðum í Reykjavík (1877-1953) var fyrsti eigandi bátsins. Eftir lát hans drabbaðist báturinn niður í Örfirisey, en Karl F. Thorarensen járnsmíðameistari (1909-1996) bjargaði honum óvænt 1958. Þá vantaði vél í trillu á Gjögri í Árneshreppi á Ströndum, þar sem hann bjó þá, og fannst hún í Hönnu. Auðveldast þótti að flytja bátinn norður í heilu lagi og eftir að Karl hafði tekið nýlega vélina

...