Er meðal annars búið að húða suma takkana með 18 karata gulli.
Er meðal annars búið að húða suma takkana með 18 karata gulli.

Breski glæsikerruframleiðandinn Aston Martin frumsýndi í gær sérútgáfu af sportbílnum DB12. Er bifreiðin innblásin af James Bond-myndinni Goldfinger og er ætlað að fagna 60 ára samstarfsafmæli bílaframleiðandans og kvikmyndanna um ævintýragjarna og kvensama njósnarann.

James Bond hefur í gegnum tíðina ekið alls kyns bifreiðum en hann mætti fyrst til leiks í Sunbeam Alpine-blæjubíl í Dr. No árið 1962 og notaðist stuttlega við Bentley Mark IV í From Russia With Love árið 1963. Aston Martin kom loks inn í myndina árið 1964 með DB5 í Goldfinger, og var það þá sem bílar njósnarans fóru að verða búnir alls konar sniðugum græjum.

Goldfinger-útgáfa DB12 verður smíðuð í 60 eintökum og máluð í hefðbundnum „silver birch“-lit en litla sláin sem liggur ofan á loftopinu aftan við framdekkin er höfð gyllt á litinn.

...