„Það er svekkjandi að tapa þessum leik og sérstaklega þegar við komumst yfir og jöfnum í 2:2,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði Íslands við Morgunblaðið eftir leikinn.

„Við áttum líka að fá víti og rautt spjald á þá í stöðunni 2:1. Það er ótrúlegt að dómarinn hafi ekki skoðað það, eins og hann gerði í báðum tilvikunum þegar þeir fá víti. Hann gerir sig stærri og ver á línunni. Það hefði breytt leiknum,“ sagði Jóhann og vitnaði til þess að Tyrkir fengu báðar sínar vítaspyrnur eftir að dómarinn fór og skoðaði atvikin á skjánum.

„Við gerum mistök í síðustu tveimur mörkunum. Í síðasta markinu þeirra erum við að reyna að jafna leikinn. Þeir eru með mikil gæði og það er erfitt að fá á sig fjögur mörk og ætla að vinna leiki. Við þurfum að fækka mörkunum sem við fáum

...