Hvísl um tóman tank er skaðlegt

Alexander mikli hjó að sögn á hnútinn óleysanlega, sem margir höfðu reynt sig við að leysa án árangurs. Ýmsum þótti sem þessi aðferð Alexanders væri með ótvíræðu svindlbragði, og hefði einungis gengið upp, þar sem öflugasti stríðsmaður veraldar, á þeim tíma, átti í hlut. Og af því að þetta var sá, sem þetta var, þá flokkaðist brellan sem heilmikil hetjudáð og þannig er hún skráð í sögubækurnar síðar og sá mikli varð enn meiri fyrir vikið.

Hefði annar höggvið á Gordíons-hnútinn um líkt leyti, þá hefði hann sjálfur verið höggvinn og enginn gert athugasemd við það og nafn hans væri nánast óþekkt. En Alexander mikli lifði reyndar ekki mjög lengi eftir þetta, þótt það hefði ekkert með hnútinn að gera, sem raunar kemur þessari upprifjun ekkert við. En alla tíð, sæta sem súra, hafa hinir og þessir höggvið á hnúta sem virtust óleysanlegir með annarri aðferð og þar með leyst ótal vanda eða létt á þeim og jafnvel fengið heila þökk fyrir.

Í fyrradag hjó Bjarni

...