Veturinn er kominn og ekki seinna vænna að gera bílinn kláran fyrir kuldann, frostið, snjókomuna og slabbið fram undan. Sigrún Lýðsdóttir er markaðsstjóri hjá Stillingu og segir hún að nokkur grunnatriði verði að vera í lagi fyrir vetrarmánuðina:…
Sigrún Lýðsdóttir segir brýnt að halda ekki út fyrir bæjarmörkin í vetrarveðri nema með rétta búnaðinn um borð í bílnum.
Sigrún Lýðsdóttir segir brýnt að halda ekki út fyrir bæjarmörkin í vetrarveðri nema með rétta búnaðinn um borð í bílnum. — Morgunblaðið/Karítas

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Veturinn er kominn og ekki seinna vænna að gera bílinn kláran fyrir kuldann, frostið, snjókomuna og slabbið fram undan.

Sigrún Lýðsdóttir er markaðsstjóri hjá Stillingu og segir hún að nokkur grunnatriði verði að vera í lagi fyrir vetrarmánuðina: „Fyrir það fyrsta þarf bíllinn að vera á góðum dekkjum og athuga þarf stöðuna á frostleginum – og bæta á eftir atvikum. Rafgeymarnir eiga það til að byrja að gefa sig þegar tekur að frysta, ef þeir eru orðnir þreyttir, og fínt að láta mæla ástandið á rafgeyminum og skipta honum út ef þess þarf,“ segir hún.

Hafi lesendur ekki nokkra hugmynd um hvort rafgeymirinn í bílnum geti verið kominn á síðasta snúning segir Sigrún að almennt endist nýr rafgeymir í um það bil fimm ár en fari þó eftir

...