Gerum fólki ljóst að við leysum ekki loftslagsvandann með því að sigla með mengaðan úrgang frá erlendum efnaverksmiðjum til urðunar á Íslandi.
Guðmundur Helgi Víglundsson
Guðmundur Helgi Víglundsson

Guðmundur Helgi Víglundsson

Ég sótti kynningarfundi í Bæjarbíói mánudaginn 7. október síðastliðinn um breytingar á aðalskipulagi vegna Coda Terminal-verkefnisins og setti þessa mola á blað eftir fundinn, þar sem mér ofbauð orðræðan.

Á fundinum kom fram að árið 2021 hefði Carbfix borist bréf þar sem fullum stuðningi var heitið frá bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði við fyrirhugað Coda Terminal-verkefni í Hafnarfirði. Umrætt bréf varð síðan hluti þeirra gagna sem Carbfix notaði við umsókn um styrk, sem síðan var veittur gegnum undirstofnun Evrópusambandsins. Þessum samskiptum hefur verið haldið leyndum fyrir íbúum Hafnarfjarðar, þrátt fyrir kosningar ári síðar.

Einnig kom fram á fundinum að Carbfix væri að fara í ítarlega vinnu með Mannvirkjastofnun, þar sem sýna ætti fram á að væntanlegar

...