Bunkaðir bátar, brosandi sjómenn, landburður og bolfiskurinn er í stærra lagi. Kátt á kajanum og fólk utan úr bæ kemur og spyr hver afli dagsins sé. Fiskur í körum sem keyrt er með á vigtina og svo beint í vinnsluhúsin þar sem beðið er eftir hráefni
Dæmigerð Grindavíkurmynd, tekin í upphafi vetrarvertíðar árið 2020. Kristinn Arnberg Kristinsson skipstjóri á Daðey hér með rígvænan þorsk sem fór beint í vinnsluna.
Dæmigerð Grindavíkurmynd, tekin í upphafi vetrarvertíðar árið 2020. Kristinn Arnberg Kristinsson skipstjóri á Daðey hér með rígvænan þorsk sem fór beint í vinnsluna.

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Bunkaðir bátar, brosandi sjómenn, landburður og bolfiskurinn er í stærra lagi. Kátt á kajanum og fólk utan úr bæ kemur og spyr hver afli dagsins sé. Fiskur í körum sem keyrt er með á vigtina og svo beint í vinnsluhúsin þar sem beðið er eftir hráefni. Verðmæti verða til. Með þessari lýsingu er dregin upp svipmynd af því hvernig lífið hefur gjarnan verið í Grindavík; verstöðinni miklu þar sem ævintýrin hafa gerst. Á Morgunblaðinu hefur oft gerst að á útmánuðum sé ljósmyndari sendur út af örkinni til fanga stemningu við sjávarsíðuna og þá hefur legið beint við að fara suður með sjó. Öflugt upphaf vertíðar, sagði einhverju sinni í fyrirsögn og meðfylgjandi var ljósmynd af sjóara með rígvæan þorsk. Allt að gerast og forsíðuefnið fengið.

Fall í lönduðum afla um

...