Ólafur Pálsson

olafur@mbl.is

„Það er ekki hægt að segja að til sé ein uppskrift að því hvernig fólk lendir í þessum aðstæðum.“

Þetta segir Rósa Björg Brynjarsdóttir umsjónarkona Skjólsins, en Skjólið er opið hús á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir konur sem glíma við heimilisleysi, búa við óöruggar aðstæður eða eru nýkomnar í búsetuúrræði eftir heimilisleysi. Því er ætlað að vera öruggur samastaður sem konurnar geta sótt að degi til. Í Skjólinu er unnið eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði.

„Margir átta sig hreinlega ekki á því að það getur einhver glímt við nákvæmlega sama vanda og þessar konur. Kannski er einhver sem býr í næsta stigagangi við þig að glíma við nákvæmlega sama vímuefnavanda og kannski geðrænan vanda líka en vegna þess að

...