Elsa Pálsdóttir hreppti tvenn gullverðlaun á heimsmeistaramóti öldunga í kraftlyftingum með búnaði sem lauk í Sun City í Suður-Afríku á sunnudag. Elsa keppti í -76 kg flokki 60-69 ára kvenna og sigraði í hnébeygju þar sem hún lyfti 155 kílóum og…
Sigursæl Elsa Pálsdóttir gerði góða ferð til Sun City í Suður-Afríku.
Sigursæl Elsa Pálsdóttir gerði góða ferð til Sun City í Suður-Afríku. — Ljósmynd/Kraft

Elsa Pálsdóttir hreppti tvenn gullverðlaun á heimsmeistaramóti öldunga í kraftlyftingum með búnaði sem lauk í Sun City í Suður-Afríku á sunnudag. Elsa keppti í -76 kg flokki 60-69 ára kvenna og sigraði í hnébeygju þar sem hún lyfti 155 kílóum og setti Íslandsmet, og hún sigraði jafnframt í réttstöðulyftu þar sem hún lyfti 175,5 kílóum og setti heimsmet. Þá fékk hún silfurverðlaun í bekkpressu þar sem hún lyfti 80 kílóum og bætti eigið Íslandsmet.