„Það er í vinnslu, stjórnir kjördæmisráðanna eru að funda um þessi mál,“ segir Þórður Þórarinsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins í samtali við Morgunblaðið, spurður hvernig flokkurinn muni standa að vali frambjóðenda á lista fyrir komandi alþingiskosningar
— Morgunblaðið/Eggert

Ólafur E. Jóhannsson

Óskar Bergsson

„Það er í vinnslu, stjórnir kjördæmisráðanna eru að funda um þessi mál,“ segir Þórður Þórarinsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins í samtali við Morgunblaðið, spurður hvernig flokkurinn muni standa að vali frambjóðenda á lista fyrir komandi alþingiskosningar.

Segir hann niðurstöðu um hvernig stillt verði upp á framboðslista liggja væntanlega fyrir mjög fljótlega, trúlega fyrripart þessarar viku.

Spurður hvort til greina komi að halda prófkjör, líkt og hefð er fyrir í Sjálfstæðisflokknum, segir hann að þröngt sé orðið um það. „En það er möguleiki,“ segir Þórður en bendir á að ákvörðun um slíkt sé í höndum kjördæmisráðanna.

Uppstilling líkleg

...