Škoda hefur sótt ákaflega í sig veðrið á undanförnum árum, að miklu leyti vegna frændsemi við Volkswagen, en Tékkarnir hafa líka sýnt og sannað að þeir eru fyrirtaks bílasmiðir (þó framleiðslan eigi sér raunar stað víðar núorðið), bílarnir traustir, þægilegir og verðið hagstætt
„Það er alltaf áhættusamt að kynna til sögunnar nýja kynslóð vinsælla bíla, en nú er hún komin og það er enginn svikinn af nýja Kodiaqnum.“
„Það er alltaf áhættusamt að kynna til sögunnar nýja kynslóð vinsælla bíla, en nú er hún komin og það er enginn svikinn af nýja Kodiaqnum.“ — Morgunblaðið/Karítas

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Škoda hefur sótt ákaflega í sig veðrið á undanförnum árum, að miklu leyti vegna frændsemi við Volkswagen, en Tékkarnir hafa líka sýnt og sannað að þeir eru fyrirtaks bílasmiðir (þó framleiðslan eigi sér raunar stað víðar núorðið), bílarnir traustir, þægilegir og verðið hagstætt.

Um þetta hefur Škoda Kodiaq sjálfsagt verið eitt besta dæmið, enda hefur bíllinn sópað að sér verðlaunum og lofi frá því hann kom á markað 2016 og verið einn vinsælasti sportjeppinn (SUV) á markaðnum; fjölhæfur, rúmgóður og traustur fjölskyldubíll.

Það er alltaf áhættusamt að kynna til sögunnar nýja kynslóð vinsælla bíla, en nú er hún komin og það er enginn svikinn af nýja Kodiaqnum. Á honum hafa verið gerðar allnokkrar breytingar og ljóst að Škoda

...