Í staðinn fyrir að nýta sér þá möguleika sem snjallstýring býður upp á er haldið fast í úreltar lausnir eins og klukkustýrð ljós sem eiga lítið erindi við nútímann.
Björn Gíslason
Björn Gíslason

Björn Gíslason

Í lok síðasta mánaðar átti sér stað hræðilegt banaslys á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar, þar sem ung kona í blóma lífsins lét lífið. Ég votta fjölskyldu og ástvinum hennar mína dýpstu samúð. Slík slys minna okkur á mikilvægi öryggis í umferðinni og hvernig við sem fulltrúar borgarinnar berum ábyrgð á að tryggja það.

Áhyggjufullir íbúar, foreldrar og aðrir vegfarendur hafa reynt að vekja athygli borgaryfirvalda á málinu sl. tvö ár án viðbragða. Haft var eftir íbúa á svæðinu fyrir tveimur árum í fréttum Stöðvar tvö að minnstu hefði mátt muna að keyrt hefði verið á hann sjálfan, konu hans og börn. Nú verðum við sem borgarstjórn hins vegar að grípa til aðgerða.

Þrátt fyrir að mannslíf verði aldrei metin til fjár er mikilvægt að gera sér grein fyrir þeim kostnaði sem fylgir

...