Hvítur á leik.
Hvítur á leik.

1. d4 g6 2. c4 Bg7 3. Rc3 d6 4. e4 Rc6 5. Be3 e5 6. d5 Rce7 7. f3 h6 8. Dd2 f5 9. Hc1 Rf6 10. c5 Bd7 11. cxd6 cxd6 12. Rb5 Bxb5 13. Bxb5+ Kf7 14. Rh3 fxe4 15. 0-0 Kg8 16. fxe4 Rxe4 17. Db4 Rf6 18. Ba4 Rexd5 19. Bb3 Kh7 20. Dh4 Dd7

Staðan kom upp í fyrri hluta fjórðu og neðstu deildar Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla. Guðjón Heiðar Valgarðsson (1.987), sem tefldi fyrir a-sveit Snóker og Poolstofunnar, hafði hvítt gegn Jóhönnu Björgu Jóhannsdóttur (2.006), sem tefldi fyrir a-sveit Hauka. 21. Hxf6! Bxf6 svartur hefði orðið mát eftir 21. … Rxf6 22. Rg5#. 22. Dxh6+ Kg8 23. Bxd5+ Df7 24. Dxg6+ og svartur gafst upp enda stutt í að hvítur máti. Sem barn og unglingur var Guðjón Heiðar afar efnilegur skákmaður og gaman er að sjá skákir með honum þar sem eðlislægir styrkleikar hans koma í ljós.