Guðrún Guðmundsdóttir (Gauja) fæddist 4. nóvember 1941. Hún lést 10. september 2024.

Útför hennar fór fram 24. september 2024.

Það var stutt milli þeirra hjóna Guðrúnar Guðmundsdóttur og Ragnars Gunnarssonar eða Gauju og Ragga eins og þau voru kölluð. Gauja var föðursystir mín og var hún mun nær mér í aldri en pabba enda hann elstur og hún yngst í röð barna ömmu og afa í Heiðargerði. Mikill samgangur var á milli pabba og Gauju og fjölskyldna þeirra, sérstaklega þegar við krakkarnir vorum yngri. Gauja var bara rúmum átta árum eldri en ég og fannst mér mjög gaman að fá að vera með henni. Svo kom Raggi inn í líf hennar og tók hann mér einnig mjög vel. Þegar þau giftu sig á afmæli afa 1961 var ekki gert ráð fyrir að börn kæmu í brúðkaupsveislur en þau leyfðu mér að vera viðstaddri giftinguna í Dómkirkjunni sem var

...