Svona má innrétta Robovan sem smástrætó með sætum fyrir 14.
Svona má innrétta Robovan sem smástrætó með sætum fyrir 14. — Tölvuteikningar/Tesla

Mikið var um dýrðir á viðburði bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla þegar fyrirtækið frumsýndi tveggja sæta sjálfstýrða smábifreið og sjálfstýrða smárútu. Þessi nýju farartæki, sem fengið hafa nöfnin Robotaxi og Robovan, eiga að vera að fullu sjálfakandi og myndu virka eins og n.k. leigubílar og strætisvagnar án bílstjóra. Á framleiðsla Robotaxi að hefjast ekki seinna en árið 2026 en Robovan kemur á götuna í fyrsta lagi 2027.

Tesla lagði undir sig myndver Warner Brothers í Los Angeles og útbjó þar n.k. gervibæ þar sem gestir gátu prófað frumgerðir sjálfakandi leigubílanna og látið þá skutla sér stuttan hring. Er hvorki inngjöf, bremsupedall né stýri í Robotaxi og þá er bíllinn ekki heldur með innstungu fyrir hleðslusnúru heldur bætir hann orku á rafhlöðuna með því að aka yfir snertilausan hleðsluflöt. Þá hefur Tesla hannað sjálfstýrða þvottastöð sem getur þrifið bílana vandlega að innan ef

...