Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, mun biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Greindi hann frá þessu í gærkvöldi og benti á að hann hefði sagt á blaðamannafundi á sunnudag að hann bæðist lausnar ef ekki…
Þingrof Bjarni Benediktsson hélt á fund Höllu Tómasdóttur forseta í gær og lagði til þingrof. Halla boðaði í kjölfarið formenn allra flokka á þingi til funda.
Þingrof Bjarni Benediktsson hélt á fund Höllu Tómasdóttur forseta í gær og lagði til þingrof. Halla boðaði í kjölfarið formenn allra flokka á þingi til funda. — Morgunblaðið/Eggert

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, mun biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt.

Greindi hann frá þessu í gærkvöldi og benti á að hann hefði sagt á blaðamannafundi á sunnudag að hann bæðist lausnar ef ekki næðist sátt um samstarf ríkisstjórnarinnar fram að kosningum, innan flokkanna sem að henni standa.

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, upplýsti blaðamenn í gær um að hún hefði rætt það við Höllu Tómasdóttur forseta Íslands að hún vildi að Bjarni bæðist lausnar. Formenn flestra flokka í stjórnarandstöðu á Alþingi höfðu einnig kallað eftir því.

Svandís greindi enn fremur frá því í gærkvöldi að þingflokkur Vinstri grænna hefði útilokað að starfa í ríkisstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar, sama þótt um starfsstjórn væri að

...