Hvernig ætli þetta samtal hafi farið fram? „Heyrðu, kæra Anne! Við erum að spá í að biðja þig að leika miðaldra konu með gráa fiðringinn sem gæti verið móðir Dustins Hoffmans. Við vitum alveg að þú ert bara 36 ára og hann ekki nema sex árum yngri en …
Losti Anne Bancroft og Dustin Hoffman.
Losti Anne Bancroft og Dustin Hoffman.

Orri Páll Ormarsson

Hvernig ætli þetta samtal hafi farið fram?

„Heyrðu, kæra Anne! Við erum að spá í að biðja þig að leika miðaldra konu með gráa fiðringinn sem gæti verið móðir Dustins Hoffmans. Við vitum alveg að þú ert bara 36 ára og hann ekki nema sex árum yngri en þú og leikkonan sem leika mun dóttur þína í myndinni ekki nema níu árum yngri. En samt, við erum sannfærð um að þetta komi til með að virka!“

Sá sem mælti þessi orð, eða ígildi þeirra, hlýtur að hafa verið mjög sannfærandi, í öllu falli tók Anne Bancroft að sér hlutverk Mrs. Robinson í The Graduate eða Frú Robinson, eins og myndin heitir á íslensku, árið 1967. Eins og flestum er kunnugt sló Bancroft rækilega í gegn í myndinni og er öðru fremur minnst fyrir þetta fræga hlutverk. Og hún var bara hreint ekkert ósannfærandi þegar hún mælti: „Benjamin, ég er helmingi eldri en þú!“

Þetta er

...