30 ára Sara Valgeirsdóttir fæddist á Akureyri en ólst upp í Hlíðahverfi Reykjavíkur frá tveggja ára aldri. Hún prófaði flestar íþróttir sem hægt var að prófa í uppvextinum og gekk í Háteigsskóla. Síðan fór hún í Menntaskólann í Hamrahlíð og lauk þaðan stúdentsprófi. „Ég á góðan vinahóp bæði úr Háteigsskólanum og MH.“ Samhliða námi í MH vann hún á hjúkrunarheimilinu Sóltúni og einnig eftir stúdentsprófið. Hún hóf nám í hjúkrunarfræði í Háskólanum á Akureyri árið 2017. „Ég fékk áhuga á að fara í hjúkrunarfræði eftir að vinna á Sóltúni,“ segir hún og bætir við að mamma sín sé einnig hjúkrunarfræðingur sem hafi líka haft áhrif á hana. „Við höfum líka unnið talsvert saman.“

Í dag starfar Sara sem hjúkrunarfræðingur á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi. Hún segir að eðli málsins samkvæmt sé oft mikið að gera og mörg þung og erfið og

...